Krónan heldur sínu og lækkar ekki í verðgildi, þótt Már Seðlabankastjóri hafi reynt að lækka gengið. Kvótagreifar og ferðagreifar gráta, en almenningur missir af þeirri launalækkun, sem ríkisstjórnin vildi fá. Grátur kvótagreifa er þekktur og sagnfræðilega marklaus. Grátur ferðagreifa er líka marklaus. Ef þið flettið umsögnum ferðalanga um gistingu og mat í TripAdvisor, sjáið þið, að lítið er kvartað um verðlag hér. Þá sjaldan er bætt við jákvæðum texta á borð við „en allt er dýrt á Íslandi“ eða „en það er þess virði“. Þótt evran haldi áfram að síga niður fyrir 100 krónur, þarf ekki að hafa áhyggjur. Gullgæsin kyrkist ekki.