Gullið flýr skuldasúpu

Punktar

Þjóðverjar telja ekki tryggt að geyma gullforða sinn í Bandaríkjunum. Ætla að flytja 1500 tonn af gulli til Berlínar. Hlýtur að valda fiðringi annarra, sem enn geyma gullið sitt þar vestra. Fjármál Bandaríkjanna verða stöðugt furðulegri. Skuldasöfnun í algleymingi hjá mörgum forsetum, hverjum á fætur öðrum. Í hruni er hætt við, að erfitt verði að nálgast gullið þar. Fleiri fara óðslega, einkum Bretland og Japan. Fjármálaráðherra Þýzkalands varar við skuldasöfnun þeirra, sem er meiri en í evrulöndum Evrópu. Líklega verður evran traustust, er í harðbakkann slær. Um framtíð hennar er gullinn bjarmi.