Gunnar í Krossinum segist í DV hafa fleygt fordómum sínum aftur fyrir sig. Hann er endurfæddur í Kristi. Eitthvað rosalega hefur kenningin verið brengluð hjá honum hingað til. Þótt ekki hafi vantað sannfæringarkraftinn. Samt hefur Jesús ekkert skipt um skoðun. Það eru bara persónulegar aðstæður Gunnars, sem eru aðrar en áður. Það segir mér, að kenning Gunnars er bara endurspeglun á hans eigin aðstæðum. Hann horfir í spegil, sér þar guðinn sinn, en horfir raunar bara á sjálfan sig. Ný kenning er einkaskoðun hans eins og fyrri kenning. Samt þykist hann jafnan tala fyrir hönd almættisins.