Gunnar var virðingarfíkill

Punktar

Ræðumaður var ég á fundi, sem haldinn var til stuðnings framboði Gunnars Thoroddsen til forseta Íslands 1968. Ég var þá ungur ritstjóri Vísis. Einn þeirra, sem Gunnar dáleiddi með kurteisi og ræðumennsku. Eftir það hvarf Gunnar úr lífi mínu, en rifjast nú upp við lestur ævisögu hans eftir Guðna Th. Jóhannesson. Hún hefur breytt sýn minni á Gunnar. Fyrst og fremst var hann kræfur pólitíkus. Tefldi öðru fólki fram til stuðnings þrá sinni í öll helztu embætti þjóðarinnar. Haldinn virðingarfíkn á háu stigi, vildi baða sig í sviðsljósi okkar. Í linnulausu metorðaklifri gerði hann lítið gagn.