Frá Ólafsvörðu í Breiðdal um Gunnarsskarð til þjóðvegar 96 í Stöðvardal.
Algeng leið milli byggða.
Byrjum við Ólafsvörðu við þjóðveg 1 í Breiðdal. Förum norðaustur að Árnastöðum og áfram norðaustur og upp með Selá í Gunnarsskarð milli Gunnarstinds að vestan og Kistufjalls að austan. Síðan norður og niður brattann og norðaustur brekkurnar niður í Stöðvardal. Þaðan með Stöðvará suðaustur að þjóðvegi 96 í Stöðvardal.
12,7 km
Austfirðir
Nálægar leiðir: Stöðvarskarð, Fossdalsskarð, Fanndalsskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is