Álit mitt á Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra hrundi í Kastljósinu í gær. Hann gaf léleg svör við tveimur spurningum. Rangt var hjá honum að láta ríkið yfirtaka fjárfestingarbankann Straum. Það eykur byrðar barna okkar og barnabarna. Meira en nóg var að yfirtaka stóru bankana þrjá. Hann er líka kominn með pólitísku veikina, sem felst í ótta við fólkið. Hann vill ekki opinbera skýrslur endurskoðenda um aðdraganda bankahrunsins. Talar um, að þar séu ásakanir, sem einhverjir þurfi að geta svarað. Auðvitað geta þeir svarað, hvenær sem er. Gylfi er bara dauðhræddur við lýðræðislegt gegnsæi.