Hádegismóri og nornirnar

Punktar

Hádegismóri og nornir hans keppast við að skálda upp óeiningu á heimili stjórnarmeirihlutans. Síðasta slúðrið er, að þingmenn Samfylkingarinnar tali voðalega, hræðilega illa um Lilju Mósesdóttur á netinu. Það er skáldskapur frá rótum. Ekki sjást nein merki þess, að talað sé verr um Lilju en aðra. Næstsíðasta slúðrið var, að sex þingmenn Vinstri grænna sitji á fundum til að plotta gegn foringjaræði Steingríms J. Sigfússonar. Ekkert bendir til, að sex manna fundurinn hafi gert neitt af slíku. Til dæmis ekki blessað hjásetu þremenninga flokksins við afgreiðslu fjárlaga. Er bara ímyndun Hádegismóra.