Kröfur lagatækna á hendur blaðamönnum eru fyrir löngu komnar út í öfgar. Mest vegna þjónustulundar dómara, sem sjálfvirkt dæma blaðamenn í milljón króna sekt eða meira. Nú hefur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fært ruglið upp á nýtt stig. Heimtar tvær milljónir af Agnesi Bragadóttur og fangelsisvist að auki. Ég er sem fyrr hræddur við dómara landsins. Reynslan sýnir, að þeir eru veikir fyrir rugli af þessu tagi. Agnes fór offari í þjónustunni við Hádegismóra. En ástæðulaust er að ganga af göflunum, þótt hún hafi ekki haft tíma til að sannreyna staðreyndir málsins. Fimmtíuþúsundkall er hæfilegur.