Ungir nýbúar geta sér frægðar fyrir góða íslenzku og velgengni í prófum. Njóta samt ekki velvildar Útlendingastofnunar, sem rak einn verðlaunahafann úr landi. Stofnunin segist fara eftir Dyflinnarreglum og því, sem hún kallar lög, en eru í raun eigin starfsreglur. Allt túlkað á versta veg fyrir nýbúa. Væri einhver slægur í Ólöfu Nordal innanríkis, kallaði hún Kristínu Völundardóttur forstjóra fyrir. Krefði hana skiljanlegra svara við ásökunum um brot á mannréttindum og skort á almennri siðvitund. Við getum ekki látið embættisbófa reka vel metið og vel menntað fólk úr landi til að flytja í staðinn inn þræla. Er ekki nóg komið?