Hæfni á of fáum póstum

Punktar

Get hugsað mér að láta íslenzkan fagmann skera mig upp, semja fyrir mig hugbúnað, mála listaverk eða skrifa skáldsögu. Hæfni blómstrar á afmörkuðum sviðum. Finnst hins vegar skelfilegt að sjá fjármál og efnahagsmál í höndum íslenzkra hagfræðinga, peningafræðinga, lagatækna og pólitíkusa. Almennt séð eru þessar stéttir í tómu tjóni í samanburði við útlönd. Enda er flest hér í skötulíki á þessum sviðum. Bófaflokkarnir leika lausum hala í fjármálum og stjórnmálum. Fámenn þjóð ræður ekki við að manna sómasamlega alla mikilvæga pósta. Þegar hæfnin sogast í listir og bókmenntir, þarf útlendinga í annað.