Hæfnismat ráðherra

Punktar

Brennuvargarnir eru sammála um, að engir séu hæfir til brunavörzlu aðrir en þeir. Í fyrsta lagi séu þeir reynslunni ríkari. Í öðru lagi treysti erlendir aðilar eingöngu brennuvörgunum til að stunda brunavörzlu. Þetta er meginefni í ræðum Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þessa dagana. Þau telja fráleitt, að við, sem erum saklaus af hruninu, eigum að hafa nokkuð að segja um framhaldið. Enda er allt eins og áður var. Enn er verið að stela úr bönkunum á hverjum degi. Enginn hefur axlað eða verið látinn axla ábyrgð á hruninu. Og forhertir þjóðarleiðtogar treysta okkur ekki fyrir kosningum.