Ferðamönnum fjölgaði 25% árið 2014 og 30% árið 2015. Ekkert lát er á rosalegri sprengingu í ferðaþjónustu. Björk og bíómyndir trekkja áfram. Ferðaþjónustan mun áfram tryggja rúmlega fulla atvinnu í landinu næstu ár. Því þarf að stinga við fótum. Ragnheiður Elín Árnadóttir getur ekki treyst innviði á ferðastöðum. Frá henni kemur ekkert vitrænt, getulausri til allra verka. Hana þarf að reka strax, svo ferðamenn geti pissað og kúkað. Gera þarf atlögu að undirborgunum starfsfólks og vasksvikum fyrirtækja. Setja þarf upp lágmarkslaun, fráleitt að reisa nýjan atvinnuveg á skítalaunum. Ferðabransinn á að vera hálaunabransi.