Í flestum nágrannalöndum okkar höfða hægri öfgaflokkar ekki til ungs fólks. Í Bretlandi hefur Ukip, flokkur Nigel Farage, sáralítið fylgi 17-22 ára kjósenda. Einnig er óvinsæll Nick Clegg hjá Frjálslyndum, sem komnir eru frá miðju yfir á hægri kant eins og Framsókn. Í þessum aldurshópi er líka eindregið fylgi við aðild að Evrópusambandinu. Fylgi ungra skiptist 41% á Labour, 26% á Tories, 19% á Græningja og 6% á Frjálslynda, enn minna á Ukip. Það neikvæða er, að erfitt er að draga ungt fólk á kjörstað. Það nennir fáu, sem það getur ekki afgreitt heima í tölvunni. Vonandi verður samt pólitísk þróun svipuð hér. (GUARDIAN)