Evrópusinnar eru án efa fjölmennir í hópi þeirra, sem segjast ekki lengur kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Verði stofnaður hófsamur hægri flokkur, hverfa einhverjir til viðbótar, kannski 5% kjósenda. Þá getur Flokkurinn komizt niður í 15% fylgi, enda orðinn of róttækt teboð fyrir flestra smekk. Fari Evrópusinnar til fylgis við Bjarta framtíð, getur sá flokkur farið upp í 25% fylgi, orðið burðarás hægra megin á miðju. Framsókn er orðinn æstur flokkur að hætti fasista og á varla afturkvæmt til mannheima. Hægri öfgajaðarinn er þá tvíþættur og gæti léttilega sameinazt í 25% fylgi Sameinaðra Fáráðlinga.