Hægri straumur nýfátækra

Punktar

Le Pen forsetaframbjóðandi náði 18% fylgi í Frakklandi með því að sameina hrædda kjósendur. Hinir nýfátæku hugsa á annan hátt en hinir gamalfátæku til vinstri. Hún var studd kjósendum, sem óttast breytingar og einkum allt, sem kemur frá útlöndum. Þar á meðal opin landamæri Schengen, er soga til sín innflytjendur að hirða störfin. Svo og fjölþjóðahagkerfið, sem sogar störf til Asíu. Einnig evran, sem sogar fé til Grikklands, og Evrópusambandið, sem setur óvinsælar reglur. Óttaslegna jaðarfólkið streymir ekki til vinstri, heldur til hægri. Og mun einnig gera það á Íslandi, samanber Heimssýn.