Hægri-vinstri er úrelt

Punktar

Tölum enn um vinstri og hægri í pólitík, þótt veruleikinn sé flóknari. Álit fólks fer eftir aðstæðum. Sé búið að reka harða hægri pólitík með árásum á velferðina, breytast viðmiðin. Fólk, sem annars væri talið á miðju, virðist vera til vinstri í stuðningi sínum við velferð. Þannig er staðan hér. Allur þorri þjóðarinnar er andvígur niðurskurði velferðar. Í næstu kosningum mun tilræðisfólk gegn velferð bíða mikinn hnekki. Fólk telur varðveizlu velferðar skipta meira máli en flest annað. Þegar Píratar segjast vera róttækur flokkur á miðjunni, en hafa samt aukna velferð á oddinum, er það ekkert undarlegt. Það er eðlilegt í pólitísku stöðunni.