Áratugum saman hefur hækkun í hafi verið undirstaða fjársöfnunar í skattaskjólum á aflandseyjum. Innflutningsverzlunin tók sér umboðslaun, sem ekki komu hér fram. Síðan komu álfyrirtækin, sem fengu báxít fyrir slikk í Ástralíu og seldu íslenzku álverunum á uppsprengdu verði. Mismunurinn hvarf í skattaskjól og kom ekki fram í hagkerfinu. Þriðja bylgjan kom svo með ofsagróða kvótagreifa. Seldu sjálfum sér fiskinn fyrir slikk og seldu síðan á markaðsverði til skattaskjóls-fyrirtækja sinna. Samhliða tóku banka- og glæframenn að sér að þvo rússneskt þýfi og setja í skattaskjól. Meira en þúsund milljarðar hafa horfið úr landi framhjá sköttum og Salek-samningum um kjaramál. Kannski tvö-þrjú þúsund milljarða. Í boði Flokksins.