Hækkun í hafi

Punktar

Hækkun í hafi er gömul. Fyrstir voru heildsalar, sem lögðu 10% ofan á kaupverð erlendis og létu setja inn á einkareikninga þar, framhjá skatti og íslenzkum hagtölum. Næst komu álverin, sem hækkuðu verð á súráli á leiðinni til Íslands með sömu afleiðingum. Þau fundu líka upp á greiðslum fyrir tæknilega ráðgjöf í útlöndum og okurvexti erlendra systurfyrirtækja. Nýjastir eru kvótagreifar, sem héldu niðri fiskverði innanlands og hækkuðu það síðan milli fyrirtækja erlendis. Allt framhjá skiptum, sköttum og hagtölum Íslands. Áætlað hefur verið, að ýmsar tegundir af „hækkun í hafi“ kosti þjóðina yfir hundrað milljarða á ári hverju.