Hænuvíkurskarð

Frá Hænuvík í Patreksfirði til Breiðavíkur.

Förum frá Hænuvík suðvestur og upp með Vatnsgili og vestan við Fremrivíkurvatn upp á Hænuvíkurheiði í 280 metra hæð. Þaðan förum við suðvestur um Dalbrekkur í drögum Vatnadals og suðvestur Breiðuvíkurháls á brún Breiðuvíkur. Förum til suðurs fyrir vestan Hafnargil og að lokum vestsuðvestur að húsum í Breiðuvík.

10,2 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Látraháls, Hænuvíkurháls, Tunguheiði

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort