Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, niðurlægði Hæstarétt Íslands í gær á fundi Lögfræðingafélagsins. Sagði, að Hæstiréttur væri eini dómstóllinn, sem hefði hunzað ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Ennfremur, að fólk ætti að höfða skaðabótamál vegna grófs brots Hæstaréttar í úrskurðinum um ólöglega kynnta verðtryggingu neytendalána. Viðstaddir lögfræðingar supu hveljur. En þannig er Hæstiréttur. Allt réttlæti á Íslandi kemur frá Evrópu. Skemmst er að minnast þess, að Hæstiréttur refsaði þjóðinni fyrir handvömm formanns Landkjörstjórnar. Hæstiréttur er öfga-afturhalds stjórnmálaflokkur, sem ítrekað ræðst á lýðræðið.