Hæstiréttur og réttlæti eru óskyld hugtök. Hæstiréttur hefur úrskurðað, að áhættusæknir skuldarar gengistryggða lána sleppi við gengismuninn. Það er ranglátt, en eigi að síður staðreynd. Jafngildir ekki, að aðrir skuldarar fái niðurfellda verðtryggingu. Þeir verða að snúa sér til sama aðila, hins gjafmilda Hæstaréttar. Hann getur svo ákveðið, hvort Davíðshruni fjármála fylgi líka hæstaréttarhrun fjármála. Það er mál Hæstaréttar. Ríkisstjórnin er ekki aðili að gengistryggingarmálinu fyrir hönd skattgreiðenda. Það er bara mál lánastofnana og skuldara. Sama gildir um verðtrygginguna.