Dómur Hæstaréttar kemur niður á þeim, sem enga aðild eiga að tæknilegum og smávægilegum mistökum við framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings. Móðgun við kjósendur, sem fóru á kjörstað. Hæstiréttur eyðilagði atkvæði þeirra. Móðgun við frambjóðendur, sem tóku þátt í lýðræðislegu ferli. Hæstiréttur eyðilagði fyrirhöfn þeirra. Móðgun við þá, sem hlutu kosningu samkvæmt gildum reglum. Hæstiréttur veldur þeim kostnaði og óþægindum. Móðgun við þjóðina, sem þarf að borga fyrir töku tvö. Hæstiréttur lét almannahagsmuni víkja fyrir óbeit auðvaldssinna á nýrri stjórnarskrá. Sex dómurum hans ber að segja af sér.