Hæstiréttur úrskurði í ágúst

Punktar

Íslandsbanki hyggst ekki rukka fyrir bílalán í júlí og ágúst. Það gefur tveggja mánaða svigrúm til að fá botn í verðbætur gengistryggðra lána. Nú þurfa aðrar lánastofnanir að gera slíkt hið sama. Um leið þarf að setja af stað mál fyrir héraðsdómi um verðbæturnar. Það hlýtur síðan að vera hægt að fá Hæstarétt til að koma saman í ágúst til að kveða upp endanlegan úrskurð í málinu. Tilgangslaust er að halda áfram að rífast um, hver hafi verið niðurstaða Hæstaréttar. Hvort hún hafi verið ljós eða óljós. Að minnsta kosti er hún nógu óljós til að kalla á ljósið. Niðurstöðu í ágúst, takk.