Hættu bara Pétur

Punktar

Pétur Blöndal, þingmaður hrunverja, er frægastur fyrir “Fé án hirðis”. Hann var að tala um sparisjóðina, áður en þeir lentu í klóm glæpamanna, sem hirtu innistæðurnar. Pétur var hugmyndafræðingur þess. Ef hann metur stöðu sína núna á þann hátt, að hann sæti einelti, er mér hjartans sama. Tel, að Pétur sé dæmigerður þingmaður hrunverja. Sönnun þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert lært og engu gleymt. Pétur á ekki að kvarta yfir að vera talinn glæpamaður, heldur á hann að segja af sér þingmennsku. Hann hótar núna að hætta og hann á bara að framkvæmda hótunina. Fáir sjá eftir hrunverjanum.