Hættu tuðinu og segðu upp

Punktar

Már Guðmundsson er kominn í mál við Seðlabankann vegna of lágra launa sinna. Sama dag tilkynnir hann, að fyrirhugaðar launahækkanir í atvinnulífinu séu of miklar. Hann vill bara, að hann sjálfur hækki í launum, en ekki aðrir. Seðlabankastjórinn er sá fyrsti í heiminum, sem fer í mál við bankann sinn fyrir að fara eftir tilmælum sama seðlabankastjóra. Rökfræði Más er ekki upp á marga fiska. Hann virðist telja, að forsætis hafi lofað sér hærri launum en hún hafði gert að stjórnarstefnu: Enginn hefði hærri laun en hún sjálf. Seðlabankastjórinn á að hætta þessu eilífa launatuði sínu og segja bara upp.