Hættuleg handvopn

Punktar

Mary Robinson kvartaði í Guardian í gær um viðhorf Bandaríkjanna á fundi Sameinuðu þjóðanna um hömlur á útbreiðslu handvopna. Mannréttindastjórinn fyrrverandi kallaði þau gjöreyðingarvopn í hægagangi. Samanlagt valda þau árlega meira tjóni en kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki samanlagt. Bandaríkin stóðu með Kúbu, Indlandi, Íran, Ísrael og Pakistan gegn hömlum á útbreiðslu handvopna. Hver velur sér félagsskap við hæfi og það gerðu Bandaríkin á þessum fundi. Robinson hvetur andstöðuríki vopnanna til að ná tökum á þróun þessara mála á allsherjarþingi samtakanna í haust.