Undarlegt er, að lög telji fyrirtæki vera persónur, nánar tiltekið lögpersónur. Þetta nota stórfyrirtæki til að þykjast vera persónur, sem njóti sömu réttinda og verndar og aðrar persónur. Njóti til dæmis mannréttinda til að vaða um allan heim og færa fé út og suður. Persónur njóta samt ekki sömu réttinda og lögpersónur í Bandaríkjunum, þær eru innflytjendur ólöglegir, en fyrirtæki ekki. Fólki er mokað út, en fyrirtækjum ekki. Lögpersónur eru ekki settar í fangelsi. Mútur fyrirtækja eru taldar vera málfrelsi. Þannig eru lög skrifuð á kontórum fyrirtækja. Afnema þarf öll tengsli milli persóna annars vegar og svonefndra lögpersóna hins vegar.