Hættulegar skammstafanir

Punktar

Í þessu þjóðrembda ríki hafa ráðleggingar erlendra “skammstafana” á borð við AGS og OECD lengi verið hunzaðar. Til dæmis var Íbúðalánasjóður gerður að meiriháttar þjóðarböli. Stjórnvöld og sjóðstjórar tóku nefnilega ekki mark á árvissum og ítarlegum viðvörunum erlendra stofnana. Aðeins þegar Steingrímur J. Sigfússon var fjármála, var tekið mark á AGS. Hann hlaut af því ákúrur fyrir óþjóðlega þjónustulund við erlenda aðila. Nú er kominn til valda ungur og vitgrannur bófi, sem segist ekki taka mark á ráðleggingum “skammstafana”. Þjóðremba Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á eftir að verða okkur dýrkeypt.