Hættulegi ráðherrann

Punktar

Sem þingmenn og ráðherrar eru Kristján Þór og Gunnar Bragi sendisveinar kvótagreifa. Kristján Þór er sendisveinn Samherja, Gunnar Bragi sendisveinn Kaupfélags Skagfirðinga. Þótt mikið sé hlegið að heimsku hins síðari, hefur sá fyrri reynzt miklu hættulegri í starfi. Hann er svo ofsafenginn í óbeit á ríkisrekstri og ást á einkarekstri, að hann reynir hvað eftir annað að rústa stofnunum. Alþingi rétt tókst að bjarga Landspítalanum fyrir horn á síðustu stundu, þegar Kristján Þór var að ýta honum fram af brúninni. Síðan tóku við heilsugæzlustöðvarnar. Nú reynir hann af megni að stúta sjúkraflutningunum.