Hættulegir menn

Punktar

Brezkir kjósendur telja George W. Bush Bandaríkjaforseta vera hættulegri mann en Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu, og Mahmoud Amedinejad, forseta Persíu. Aðeins einn í heiminum er talinn hættulegri en Bush og það er hinn landflótta Osama bin Laden. Aðeins 10% Breta telja Bush vera hættulausan. Þetta var hluti af könnun víða um heim og sýnir hvarvetna sömu niðurstöðu, að Bush er talinn hættulegasti þjóðarleiðtogi í heimi. Alls staðar er alger meirihluti fólks á móti innrásinni í Írak og hernámi þess. Könnunin var ekki gerð á Íslandi, en hefði sýnt sömu niðurstöðu hér.