Orkuveita Reykjavíkur hefur ekki burði til að hafa eftirlit með vatnsöryggi höfuðborgarsvæðisins. Olíutankurinn, sem datt úr þyrlunni, er dæmi um, að vinnuferli eru í ólagi. Orkuveitan hyggst stefna vatnsöryggi okkar í voða með lagningu raflínu yfir Heiðmörk. Lagning slíkrar línu veldur miklu raski. Reynsla er fyrir því, að þar á bæ er staðið glannalega að verkum. Og þar á ofan finnst verkfræðingum Orkuveitunnar í lagi að leggja risavaxin rör út og suður um orkuöflunarsvæði. Allur Reykjanesskagi er í hættu fyrir verkdólgum Orkuveitunnar og HS Orku, sem hafa sannað vanhæfni í umgengni við umhverfið.