Donald Trump forseti rak Rex Tillerson utanríkisráðherra með tísti á Twitter. Dyr Hvíta hússins eru orðnar hringsnúningsdyr, þar sem skammlífir embættismenn fara út og inn. Trump notar Twitter til að gefa út róttækar tilskipanir meðan menn hans snúast í hringi. Tillerson vildi fylgja fyrri utanríkisstefnu með áherzlu á Nató, sem Trump metur lítils. Honum er líka illa við vestræna ráðamenn, einkum Angelu Merkel, sem hefur lesið honum pistilinn eins og þýzkar mömmur gera. Hins vegar er Trump afar hrifinn af Pútín í Rússíá, sem studdi hann í kosningaslagnum og gerir vestrænum tölvukerfum skráveifu. Trump er fáviti, hættulegur heimsfriði.