Þegar svokallaður hagvöxtur fer yfir 2%, er hætta á ferðum. Í rauninni er hagvöxtur mælikvarði á neyzlu og sukk. Hann magnast, þegar þú kaupir það, sem þú þarft ekki. Í rauninni ætti mælikvarðinn að heita sukkvöxtur. Hagur þjóðfélags eykst ekki um meira en 2% á ári, nema um sé að ræða ofhitnun í viðskiptalífinu. Í tvö ár hefur hagvöxtur verið hæfilegur hér á landi, rétt undir 2%. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs fór hann hins vegar upp í 2,2%, sem er áhyggjuefni. Eykur líkur á hærri seðlabankavöxtum og verðbólgu. Bætist við kosningaloforð um auknar framkvæmdir og aukna óráðsíu í þjóðfélaginu.