Hættulegur ofsi

Punktar

Skoðanakönnun hefur leitt í ljós, að kjósendur hafa mun meiri áhuga og áhyggjur af heilbrigðismálum en öðru. Yfir 90% fólks setur þau mál í efsta eða næstefsta sæti. Því er misráðið hjá ríkisstjórn og stjórnarflokkum að níðast sérstaklega á heilbrigðismálum. Það kostar í almenningsálitinu að rústa Landspítalanum, drepa fólk á ört stækkandi biðlistum og hrekja lækna til útlanda. Kristján Þór hefur lítið sagt trúverðugt um þessi mál og er að mestu farinn í felur. Ofsinn í hatrinu á ríkisrekinni þjónustu fer þó ekkert minnkandi. Ríkisstjórnin hagar sér að hærri bandaríska teboðsins. Fer sínu fram, þótt hún ögri 90% kjósenda.