Hættur að fóta sig

Punktar

Franski nízkupúkinn Gérard Depardieu hefur fengið hæli í Rússlandi sem nýr ríkisborgari. Hæfir honum vel að búa í himnaríki Vladimirs Pútín, sem kominn er vel á veg með Rússland til gömlu Sovétríkjanna. Depardieu tímdi ekki að borga hátekjuskatt, enda fara miklir peningar í að borga brennivínssektir úr umferðinni í París. Rólegra er að delera í þorpum Rússlands, þar sem auðmenn njóta þeirrar virðingar sem þeim ber. Depardieu er gott dæmi um, að frægð og fyrirmynd fara ekki saman. Og heimsfrægð enn síður. Sennilega hefur hann of lengi haft of mikla aura milli handanna og er hættur að kunna að fóta sig.