Hættur heimsveldis

Punktar

Paul Kennedy er einn helzti sagnfræðingur nútímans, höfundur undirstöðuritsins: “Ris og hnignun heimsvelda”, sem kom út árið 1987. Hann skrifar í Washington Post langa og lærða grein um “Hættur heimsveldis”, þar sem hann vekur athygli á, að stríð Bandaríkjanna við Írak og önnur afskipti þeirra af miðausturlöndum minni óþægilega mikið á sigursælan hernað Bretlands í Írak og afskipti af miðausturlöndum við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem allt rann út í sandinn. Kennedy telur, að ömurleg reynsla af íhlutunum Bandaríkjanna í málefni Rómönsku Ameríku gefi ekki tilefni til að ætla að þeim vegni betur í Miðausturlöndum. Þau muni ekki láta Bandaríkin breyta sér frekar en þau létu Bretland breyta sér fyrir 83 árum. Kennedy spyr líka, hvort það sé nothæf utanríkisstefna að gera jafnvel rólynda Hollendinga dauðhrædda við Bandaríkin.