Mér skilst, að tíu manns hafi ákveðið framboð sitt til forseta Íslands. Enginn þeirra mun ná kjöri, þótt þetta sé vafalaust ágætis fólk. Við getum orðað það svo, að það hafi ekki kjörþokka til að verða forseti. Óspennandi frambjóðendur, þótt þeir kunni að hafa hagað sér sæmilega á lífsleiðinni. Enn er marz og nægur tími fyrir fólk, sem er að hugsa málið. Enn ítreka ég, að ég vil fá Björk fyrir forseta, en hún vill það víst ekki, því miður. Til vara vil ég, að pírati verði fyrir valinu. Þar er úr nægum mannskap að velja. Ég vona, að núverandi forseti telji sér ekki trú um, að kraðak smáframbjóðenda sé ákall um endurkjör hans.