Fyrir rúmum áratug var meðalkostnaður fólks af heilbrigðisþjónustu kominn í 20% af heildarkostnaði hennar. Þetta virtist ekki leiða til að fólk neitaði sér um þjónustuna. Svo kom hrunið og lífskjörin versnuðu. Þá kom í ljós, að mikill fjöldi gat ekki lengur nýtt sér þjónustuna, hafði ekki ráð á henni. Þetta dregur úr lífslíkum þjóðarinnar og skerðir heilsu hennar. Einkum eykur þetta mun ríkra og fátækra. Sú munur jókst, þegar stjórn sætabrauðsdrengja í þágu ríkra tók við völdum. Hún hefur eingöngu gert breytingar, sem eiga að stækka hlut hinna ríku af kökunni og ráðgerir eingöngu slíkar breytingar.