Hafa vit fyrir fólkinu

Punktar

Skipulagssinnar borgarinnar segjast vilja bæta umhverfi borgarbúa, en spyrja þá sjaldnast um vilja þeirra. Skipulagssinnar vilja þétta byggð í gömlum borgarhlutum. Spyrja samt ekki íbúa þessara hverfa, hvort þeir vilji meiri þéttingu og minna útsýni. Skipulagssinnar vilja víkja einkabílum til hliðar fyrir almannasamgöngum. Spyrja samt ekki fólkið, hvort það vilji færa sig yfir í strætó. Skipulagssinnar vilja reka fólk úr dreifðum hverfum í turna niðri í bæ. Spyrja samt ekki einbýlisfólkið, hvort það vilji heldur búa í þessum háu miðbæjarblokkum. Skipulagssinnar vilja skipuleggja fólkið.