Hafa vit fyrir okkur

Punktar

Steingrímur Sigfússon og Össur Skarphéðinsson ráðherrar eiga ekki að velta fyrir sér, hvað sé þjóðinni fyrir beztu. Þótt þeir finni, að óþarft sé að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu, verður hún samt. Þeir stjórna ekki lengur ferli IceSave málsins. Þjóðin vill fella ríkisábyrgðina og á að fá að gera það í friði. Engu máli skiptir, þótt málið sé úrelt vegna nýs tilboðs frá Hollandi og Bretlandi. Engu máli skiptir, þótt greidd séu atkvæði um fortíðina. Allra minnstu máli skiptir, hvaða vit þeir Össur og Steingrímur vilja hafa fyrir þjóðinni. Málið kann að vera tóm steik. Samt verður þjóðaratkvæðagreiðsla.