Hafið ekki áhyggjur

Punktar

Í ljósi velgengni pírata er eðlilegt, að spurt sé, hver verði forsætisráðherra. Fyndið er, að málgögn Sjálfstæðisflokksins nefni bara þau, sem beinlínis hafa hafnað áhuga á því. Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa önnur áhugamál. Ég sé fyrir mér, að Birgitta yrði frábær utanríkisráðherra. Hún mundi láta hræsnisfulla kollega súpa hveljur, til dæmis á fundum í Nató eða í samtökum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir gætu engu svarað nema gömlum klisjum. Hjá pírötum eru nefnd fleiri, sem gætu verið forsætisráðherra, til dæmis Smári McCarthy. Það eru aðrir flokkar, er þjást af andverðleikum, ekki píratar. Hafið ekki áhyggjur.