Hafna aga og þrá gjafir

Punktar

Bezti kostur Evrópusambandsins eru reglurnar um ríkisfjármál. Versti gallinn er að fylgja þessum reglum illa eftir. Ein meginreglan er, að halli fjárlaga megi ekki vera meiri en 3%. Almannavilji fylgir ekki svona strangri reglu. Jafnvel Hollendingar mótmæla við þinghúsið. Kjósendur vilja ekki þjáningu, þeir sækjast eftir gjafmildi. Frjór jarðvegur fyrir pólitíska bófa, sem lofa fólki fjáraustri. Hér lofa bófar afskrift fjárskuldbindinga. Kjósendur taka því fagnandi. Ekki er von, að Íslendingar vilji aga frekar en Hollendingar. Stuðningur við Evrópusambandið fer því smám saman þverrandi þar og hér.