Hafna fréttum

Punktar

Helmingur Bandaríkjamanna notfærir sér ekki fréttir fjölmiðla. Þar er komin til sögunnar önnur kynslóð fólks, sem veit ekki, hvað er að gerast. Þetta fólk gefur þá skýringu, að fréttir séu ótraustar, gefnar út af auðhringjum. Samt trúir sama fólk, að raunveruleikaþættir í sjónvarpi séu raunverulegir, en ekki leiknir. Líklega hefur þetta fólk misst af fréttum, sem upplýsa, að þeir eru skáldaðir og leiknir. Það fyndnasta er, að þættirnir, sem blekkja fólk, eru framleiddir af auðhringjum, sem fólk telur sig vera að forðast með að hafna fréttum.