Hafnarfjarðarbrandari

Punktar

Oft hef ég sagt, að miðlungs Íslendingur stígi ekki í vitið, en ég held, að kennarar í Hafnarfirði séu botninn. Fá sama skólamat og börnin! Mér skilst á kveinibréfi þeirra, að hann sé bæði ólystugur og óhollur. Hvað um börnin? Þeir vilja fá sama mat og kontóristarnir. Kvarta meira að segja yfir að fá ekki lengur að fara fram fyrir börnin í biðröðinni. Tíðkist slíkt þó í sumum skólum. Látum vera eigingirni þeirra, sem stara á eigin nafla. Hin er verri heimskan að láta svona orðaða kvörtun frá sér fara. Hafnarfjarðarbrandari?