Frá Steinólfsstöðum í Veiðileysufirði um Hafnarskarð að Höfn í Hornvík.
Vandlega vörðuð og auðfarin leið. Undir Lónhorni þarf þó að sæta sjávarföllum. Í Árbók FÍ 1994 segir: “Vörðurnar byrjast ofan við fyrsta hjallann sem upp er farið. Stór björg verða á leiðinni og um miðja vegu upp í skarðið er Líkaklettur, allstór; undir honum eiga átján menn að hafa orðið úti. Áin fossar fram á hægri hönd en til vinstri handar skaga sundurslitin klettabeltin í Lónhorni sunnanverðu, efst ber mjóar strýtur við loft og örninn er á veiðum yfir höfði manns. Alla leið upp í skarðið er þægilegur smáhækkandi á grjótholtum og mosatóm. Þeir sem fyrstir ganga Hafnarskarð á vorin fylgja förum tófunnar í fönninni í skarðinu.”
Förum frá Steinólfsstöðum austur með firðinum undir Lónhorni og inn í fjarðarbotn. Síðan norðaustur fyrir vestan Veiðileysuá upp í Hafnarskarð í 520 metra hæð. Síðan áfram niður með Víðisá vestanverðri norðaustur að Höfn í Hornvík.
12,0 km
Vestfirðir
Skálar:
Hornvík: N66 25.666 W22 29.440.
Nálægar leiðir: Hlöðuvíkurskarð, Atlaskarð, Kýrskarð, Djúpahlíð, Töfluskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort