Hollenzka tilboðið er raunverulega á skjön við fundi málsaðila í London og er ekki þolanlegt. Aðstæður eru breyttar. Íslenzku IceSave-sendinefndinni ber að hafna tilboðinu og taka fram, að það geti ekki orðið grundvöllur samninga. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis reynir að tala það upp, en það er ekki til neins. Hún getur ekki valtað yfir aðra að sinni venju. Taka þarf tillit til allra stjórnmálaafla, enda ætlast viðsemjendur okkar til þess. Menn verða að skilja, að svona mál tekur sinn tíma. Boltinn þarf að ganga milli málsaðila nokkrum sinnum. Látið ekki eins og þið séuð í tímahraki.