Hringleið um Hafrafell og Borgarland milli Króksfjarðar og Berufjarðar.
Nesið er með mýrum, tjörnum og klettaborgum, fjölbreyttu fuglalífi og miklum gróðri.
Byrjum við þjóðveg 60 austan Skáldstaða í Berufirði. Förum jeppaslóð suðaustur að Hafrafelli og síðan norður fyrir fellið og suðsuðaustur með því að austanverðu. Síðan austan Hafrafellsvatns suður að Fálkhamri. Svo austan Háuborgar suður að Brandseyjarbjargi og út á nesodda við Bitranda á Hvíteyri. Síðan til vesturs fyrir sunnan Brandseyrarbjarg um Borgarland að Þegjandanausti. Síðan norður með vesturhlíð Brandseyjarbjargs og vestan við Hafrafellsvatn og Hafrafell norður að Skáldstöðum.
16,7 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Reykjanes, Laxárdalsheiði, Bæjardalsheiði, Vaðalfjöll, Vaðalfjallaheiði, Barmahlíð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort