Hafréttarsáttmáli

Punktar

Áratugum eftir að Ísland og flest ríki heimsins samþykktu Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem leysti af hólmi þorskastríð og margt annað ósætti í heiminum, er bandaríska þingið að velta fyrir, hvort Bandaríkin eigi að staðfesta hann. 145 ríki lifa í góðri sátt við frábæran sáttmála og George W. Bush mælir með staðfestingu. Þingmenn óttast hins vegar, að sáttmálinn, eins og aðrir slíkir, takmarki svigrúm heimsveldis til að haga sér eins og því þóknast hverju sinni. Thomas Graham segir hins vegar í International Herald Tribune, að Bandaríkin muni græða eins og önnur ríki.