Hafró hefur undir stjórn Jóhanns Sigurjónssonar orðið að áberandi óvini umhverfisverndar. Flúið hafa fiskifræðingar, sem hafa áhyggjur af skemmdum miðum, skaðlegum veiðarfærum og almennri ofveiði. Eftir sitja jámenn, sem gera og segja það, sem þeim er sagt. Hætt er við, að þessi firrta stefna hefni sín, þegar vandræðin verða betur ljós. Þá verður Hafró sökuð um að hafa svikizt um á verðinum. Raunar hefur Jóhann gert stofnunina að síamstvíbura Fiskifélagsins, svörtustu afturhaldsstofnunar landsins frá sjónarmiði sjálfbærrar umgengni við vistkerfið.