Frá Kjalvegi að Hagavatni.
Stórbrotin náttúra, þegar komið er að Einifelli og Jarlhettum.Jeppaslóð norðan Sandár.
Byrjum á Kjalvegi norðan við Sandá, þar sem er gamall fjallaskáli, Sandbúðahótel, í 260 metra hæð. Förum greiða jeppaslóð norðvestur sanda og mela og síðan upp í Sandvatnshlíðar í 350 metra hæð. Þar erum við skamma stund á hinum gamla Eyfirðingavegi frá Þingvöllum að Kjalvegi. Við förum vestur hlíðarnar og um skarðið milli Einifells að sunnanverðu og Jarlhetta að norðanverðu að skálanum Hagavatni í 350 metra hæð.
14,5 km
Árnessýsla
Skálar:
Sandbúðahótel: N64 24.160 W20 03.070.
Hagavatn: N64 27.753 W20 14.648.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Fremstaver.
Nálægar leiðir: Farið.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort